Arctica Finance hefur sett sér reglur um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, sem ætlað er að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina félagsins. Er þeim ætlað að stuðla að samræmdri greiningu og meðhöndlun á hagsmunaárekstrum og viðhafa árangursríkar skipulagslegar og stjórnunarlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og stjórna hvers konar hagsmunaárekstrum sem upp kunna að koma hjá félaginu. Með því að forðast hagsmunaárekstra er betur stuðlað að vernd viðskiptavina og trúverðugleika markaðarins.