Sverrir Bergsteinsson hóf störf hjá markaðsviðskiptum Arctica Finance í júlí 2023. Sverrir hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2006, fyrst hjá fjárfestingafélaginu Straumborg til ársins 2009. Hann vann hjá slitastjórn Landsbanka Íslands sem sérfræðingur á lánasviði til ársins 2014 og hjá sjóðastýringarfélaginu GAMMA Capital Management, sem sjóðsstjóri lánasjóða til ársins 2019. Við yfirtöku Kviku á GAMMA árið 2019 fluttist hann til sjóðastýringarfélagsins Júpíters, sem síðar varð Kvika eignastýring, og stýrði þar lánasjóðum ásamt því að sitja í lánanefnd ýmissa sjóða. Árið 2021 hóf Sverrir störf hjá Glym eignastýringu og kom að stofnun nokkurra lánasjóða hjá félaginu. Sverrir er með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.