Markaðs­viðskipti

Arctica Finance annast miðlun verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra fagfjárfesta.

Miðlun verðbréfa
Arctica Finance veitir viðskiptavinum sínum alla nauðsynlega þjónustu við kaup og sölu verðbréfa, þ.á.m.:
  • Hlutabréf
  • Fyrirtækjaskuldabréf og víxlar
  • Skuldabréf, víxlar og önnur verðbréf útgefin af íslenska ríkinu og sveitarfélögum
  • Skuldabréf útgefin af erlendum fyrirtækjum í íslenskum krónum
Útboð verðbréfa
Starfsfólk Arctica Finance hafa áralanga reynslu af umsjón með hvers kyns útboðum skulda- og hlutabréfa. Arctica Finance þjónustar fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir við að afla sér fjármagns með lokuðum skulda- og hlutabréfaútboðum. Þjónusta af þessu tagi felst meðal annars í eftirfarandi atriðum:
  • Að greina stöðu útgefanda
  • Að veita ráðgjöf um form fjármögnunar
  • Að eiga samskipti við fjárfesta
  • Að annast gerð kynninga
  • Að gefa álit á útgefanda- og verðbréfalýsingum
  • Að hafa umsjón með skráningu verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands (rafræn útgáfa)
  • Að veita ráðgjöf um og hafa umsjón með lokaðri sölu/útboði verðbréfa
Fjármögnun tengd endurskipulagningu
Rík áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu og þjónustu við endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja með það fyrir augum að finna markaðstengdar lausnir og þannig auka vídd mögulegra úrlausna til hagsbóta fyrir bæði fjárfesta og fyrirtæki.

Starfsfólk á sviði markaðsviðskipta

JonIngiArnason

Jón Ingi Árnason

Forstöðumaður markaðsviðskipta

Jón Ingi hóf störf hjá Arctica Finance í mars 2020. Jón Ingi hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2000, fyrst hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum og síðar sem forstöðumaður og verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka, Kviku og Landsbanka Íslands. Frá árunum 2010 til 2015 starfaði Jón Ingi sem sjóðsstjóri hjá J Bond Partners og Landsbréfum. Jón Ingi er með BS-gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
RunarSteinnBenediktsson

Rúnar Steinn Benediktsson

Sérfræðingur í markaðsviðskiptum

Áður en Rúnar Steinn gekk til liðs við Arctica Finance starfaði hann sem hlutabréfamiðlari hjá Íslandsbanka frá 2018-2023, sem hlutabréfamiðlari hjá Fossum mörkuðum 2017-2018, sem skuldabréfamiðlari hjá Íslandsbanka 2015-2017 og sem gjaldeyrismiðlari hjá sama banka árin 2012-2015. Þar áður starfaði Rúnar sem sérfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands og sinnti jafnframt dæmakennslu við Háskóla Íslands. Rúnar lauk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019, BSc-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
SverrirBergsteinsson

Sverrir Bergsteinsson

Sérfræðingur í markaðsviðskiptum

Sverrir Bergsteinsson hóf störf hjá markaðsviðskiptum Arctica Finance í júlí 2023. Sverrir hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2006, fyrst hjá fjárfestingafélaginu Straumborg til ársins 2009. Hann vann hjá slitastjórn Landsbanka Íslands sem sérfræðingur á lánasviði til ársins 2014 og hjá sjóðastýringarfélaginu GAMMA Capital Management, sem sjóðsstjóri lánasjóða til ársins 2019. Við yfirtöku Kviku á GAMMA árið 2019 fluttist hann til sjóðastýringarfélagsins Júpíters, sem síðar varð Kvika eignastýring, og stýrði þar lánasjóðum ásamt því að sitja í lánanefnd ýmissa sjóða. Árið 2021 hóf Sverrir störf hjá Glym eignastýringu og kom að stofnun nokkurra lánasjóða hjá félaginu. Sverrir er með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
MagnusSimonarson

Magnús Símonarson

Sérfræðingur í markaðsviðskiptum

Magnús Símonarson hóf störf sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum Arctica Finance í upphafi árs 2023 en hann hefur starfað á fjármálamarkaði samhliða námi undanfarin ár. Þar hefur Magnús starfað hjá Arion banka við eignastýringu fagfjárfesta og rekstur lífeyrissjóða. Þar að auki hefur hann sinnt dæmatímakennslu í áföngunum Rekstrarhagfræði 2 og Líkindafræði og forritun við Háskóla Íslands. Magnús er með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands en nám hans þar var að hluta tekið við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.
GretarBrynjolfsson

Ægir Birgisson

Sérfræðingur í markaðsviðskiptum

Ægir Birgisson hóf störf hjá markaðsviðskiptum Arctica Finance í ágúst 2018. Ægir hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1994, fyrst hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka (VÍB) við fjárfestingaráðgjöf til einstaklinga og síðar sem forstöðumaður og verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA), Straumi fjárfestingarbanka og VBS fjárfestingarbanka. Frá árunum 2011 til 2018 starfaði Ægir sjálfstætt við fjárfestingar og ráðgjöf. Ægir er með BS-gráðu í fjármálum frá University of S-Alabama, MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.