17.3.2025
Framtakssjóðurinn Horn III selur helmingshlut í LíflandiFramtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á 50% hlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands.
14.2.2025
Arctica Finance ráðgjafi Oculis í USD 100 milljóna hlutafjárútboðiÍ dag, föstudaginn 14. febrúar 2025 tilkynnti Oculis Holding AG („félagið“ eða „Oculis“) að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að andvirði um 14,1 milljarða íslenskra króna (100 milljónir Bandaríkjadala). Umframeftirspurn var í útboðinu, bæði frá erlendum og íslenskum fjárfestum.
20.12.2024
Arctica Finance ráðgjafi Eyris Invest í tengslum við samruna JBT og MarelÍ dag, föstudaginn 20. desember, var tilkynnt um að yfir 90% hluthafa Marel hf. hafa samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) til hluthafa Marels fyrir lok tilboðsfrests. Með þessu eru því öll skilyrði tilboðsins uppfyllt. Liggur því fyrri að samruni þessara tveggja öflugu félaga muni ná fram að ganga.
24.4.2024
Oculis tví-skráð á Aðalmarkað Nasdaq IcelandÍ gær, þriðjudaginn 23. apríl 2024, voru hlutabréf augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis Holding AG skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Arctica Finance hafði umsjón með skráningarferlinu og var ráðgjafi félagsins við 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir Bandaríkjadala) lokað hlutafjárútboð í aðdraganda skráningarinnar. Lögfræðilega ráðgjöf veittu lögmannsstofurnar BBA//Fjeldco, Cooley LLP og Vischer AG.
9.4.2024
Hlutafjárútboð PLAY hafiðAlmennt hlutafjárútboð Fly Play hf. hófst kl. 10.00, þriðjudaginn 9. apríl 2024 og því lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16.00.
8.3.2024
Arctica Finance ráðgjafi Fredensborg við sölu á Heimstaden á ÍslandiSjóður að fullu í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur gengið frá kaupum á Heimstaden á Íslandi sem er með um 1.600 íbúðir í langtímaleigu hér á landi. Seljandinn er norska fjárfestingafélagið Fredensborg AS sem er móðurfélag Heimstaden Bostad AB, sem er eitt stærsta íbúðafélag Evrópu.
25.1.2024
Tixly lýkur fjármögnunFramtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks, hefur komist að samkomulagi um fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtækinu Tixly. Um er að ræða íslenskt félag sem sérhæfir sig í miðasölulausnum fyrir viðburðarhaldara á borð við menningar- og viðburðarhús.
16.11.2023
Alfa Framtak fjárfestir í hótelumAlfa Framtak hefur samið um kaup á 100% hlut í Hótel Umi á Suðurlandi, en endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fjárfestingin er gerð í gegnum sjóðinn Umbreytingu II slhf. og eignarhaldsfélagið AU 23 ehf. Alfa Framtak hefur nýlega einnig keypt 100% hlut í Hótel Höfn og 50% hlut í Hótel Hamri.
31.10.2023
INVIT kaupir AusturverkNýverið gekk INVIT frá kaupum á 100% hlut í Austurverk sem var stofnað árið 2014 af feðgunum Stefáni Halldórssyni, Reyni Hrafni Stefánssyni og Steinþóri Guðna Stefánssyni. Félagið er staðsett á Egilsstöðum og sérhæfir sig í gatnagerð, lagnavinnu í jörðu, snjómokstri, yfirborðsfrágangi og annarri mannvirkjagerð.
21.9.2023
IS Haf fjárfestingar fjárfestir í uppbyggingu á 20.000 tonna laxeldi í ÞorlákshöfnIS Haf fjárfestingar hafa undirritað samning um fjárfestingu í Thor Landeldi ehf., en félagið áformar uppbyggingu á 20.000 tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Um er að ræða þátttöku sjóðsins í hlutafjáraukningu, sem færir sjóðum 53% hlut í félaginu. Auk IS Hafs fjárfestinga munu norsku fjárfestarnir Frank Yri aðstoðarframkvæmdastjóri Seaborn og Alex Vassbotten, sem m.a. er stjórnarformaður Seaborn, fjárfesta í félaginu en Seaborn er norskt sölufyrirtæki á laxi.
14.9.2023
IS Haf fjárfestir í KAPPUndirritað hefur verið samkomulag um kaup IS HAF fjárfestingar slhf. á 40% hlut í íslenska tæknifyrirtækinu KAPP. Til viðbótar ætlar sjóðurinn að leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar.
21.6.2023
Carbon Recycling International lýkur 30 milljón dollara fjármögnunCarbon Recycling International (CRI) hefur nú lokið 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu, en áform um hana voru tilkynnt á aðalfundi félagsins á síðasta ári. Equinor Ventures leiðir hóp nýrra fjárfesta sem bætast nú í hlutahafahóp CRI en aðrir nýir fjárfestar eru Gildi lífeyrissjóður, Sjóvá og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja.
24.3.2023
Oculis fagnar tímamótumÞann 3. mars síðastliðinn var augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis skráð í bandarísku kauphöllina Nasdaq undir auðkenninu OCS, en félagið safnaði samhliða um 15 milljörðum króna af nýju hlutafé. Í vikunni fagnaði félagið svo skráningunni með því að hringja bjöllunni á Nasdaq í New York við hátíðlega athöfn.
3.11.2022
Kynnisferðir festa kaup á Actice ehf.Undirritað hefur verið samkomulag um kaup Kynnisferða á ferðaþjónustufyrirtækinu Actice ehf. sem starfar undir vörumerkinu Activity Iceland. Unnið er að tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins og stendur áreiðanleikakönnun yfir.