Um Arctica Finance

Arctica Finance hf. var stofnað árið 2009 og er verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Um starfsemi Arctica Finance gilda m.a. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, lög nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, og lög nr. 2/1995, um hlutafélög.

Arctica Finance er framsækið félag og byggir félagið þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum þjónustu í gegnum Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskipti. Starfsmenn Arctica Finance hafa víðtæka og áralanga reynslu af þjónustu og ráðgjöf af því tagi er félagið býður upp á. Áhersla er lögð á að byggja upp traust samband við viðskiptavini, þar sem fagmennska og trúverðugleiki eru í fyrirrúmi.

Starfsemi Arctica Finance er fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfsmanna teygir sig víða og hafa starfsmenn félagsins unnið verkefni víða erlendis, m.a. á Norðurlöndum, Bretlandseyjum, meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku.

Þeir hluthafar sem eiga 1% eða meira af heildarhlutafé í Arctica Finance hf. eru:

HlutafarRaunverulegir eigendurHlutafé alls*%
Arctica Eignarhaldsfélag ehf.Bjarni Þórður Bjarnason og Stefán Þór Bjarnason87.611.50650,00%
Ascraeus ehf.Jón Þór Sigurvinsson15.461.0348,82%
Jón Ingi Árnason15.416.666 8,80%
Rúnar Steinn Benediktsson12.295.0007,02%
Börsen ehf.Gunnar Jóhannesson7.786.7414,44%
Ægir Birgisson6.208.3333,54%
R38 ehf.Grétar Brynjólfsson5.455.7533,11%
K2 Invest AF ehf.Þórbergur Guðjónsson5.455.7533,11%
Sverrir Bergsteinsson5.345.753 3,05%
Völsi Capital Partners ehf.Sigþór Jónsson4.540.0002,59%
Hjási ehf.Indriði Sigurðsson3.841.4722,19%
Mánatindur ehf.Andri Ingason 3.302.5001,88%
Valbeinn ehf.Rut Kristjánsdóttir2.502.5001,43%

* Í félaginu eru tveir hlutaflokkar, A og B hlutir