Jón Þór er forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar og einn af stofnendum Arctica Finance. Jón Þór vann í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í tvö ár frá 2007-2008. Áður vann Jón Þór hjá fjárfestingafélaginu Straumborg, þar sem hann bar ábyrgð á fjárfestingum félagsins í orkugeiranum ásamt því að sjá um veltubók. Frá 2005-2007 sat Jón Þór í stjórn tveggja olíuleitarfyrirtækja. Frá 2004-2005 vann Jón Þór hjá Kjarnorkurannsóknarstofnun Frakklands, CEA. Jón Þór er með M.Sc. gráðu í orkuverkfræði frá Université Joseph Fourier í Frakklandi, B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, auk löggildingar í verðbréfamiðlun.