Árangur í fjármálum
byggir á traustu samstarfi

Við sérhæfum okkur í fyrirtækjaráðgjöf
og markaðsviðskiptum

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir stórum sem smáum fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, opinberum aðilum og einstaklingum margvíslega þjónustu tengda fjármálamörkuðum, bæði hérlendis og erlendis.

Markaðsviðskipti

Arctica Finance annast miðlun verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra fagfjárfesta.

22.4.2025
Framtakssjóðurinn Horn III selur helmingshlut í Líflandi

Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á 50% hlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands.

22.4.2025
Arctica Finance ráðgjafi Oculis í USD 100 milljóna hlutafjárútboði

Í dag, föstudaginn 14. febrúar 2025 tilkynnti Oculis Holding AG („félagið“ eða „Oculis“) að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að andvirði um 14,1 milljarða íslenskra króna (100 milljónir Bandaríkjadala). Umframeftirspurn var í útboðinu, bæði frá erlendum og íslenskum fjárfestum.

22.4.2025
Arctica Finance ráðgjafi við hlutafjáraukningu Arctic Therapeutics

Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics (ATx) hefur tryggt sér A-fjármögnun (e. Series A) að virði 26,5 milljóna evra, sem samsvarar tæplega fjórum milljörðum íslenskra króna.