Árangur í fjármálum
byggir á traustu samstarfi

Við sérhæfum okkur í fyrirtækjaráðgjöf
og markaðsviðskiptum

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir stórum sem smáum fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, opinberum aðilum og einstaklingum margvíslega þjónustu tengda fjármálamörkuðum, bæði hérlendis og erlendis.

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti Arctica Finance annast miðlun fjármálagerninga fyrir lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra fagfjárfesta, bæði hérlendis og erlendis.

13.10.2025
Arctica Finance umsjónaraðili skuldabréfaútgáfu Styrkáss hf.

Arctica Finance hafði umsjón með sölu á nýjum skuldabréfaflokki útgefnum af Styrkás hf; STYRK 271015. Um að ræða fyrstu skuldabréfaútgáfu félagsins. Styrkás hf. seldi 2.200 milljónir króna að nafnverði en bréfið er á fljótandi vöxtum, 1M REIBOR auk 1,50% vaxtaálags.

11.9.2025
ORF Líftækni tryggir 5 milljón evra fjármögnun

ORF Líftækni hefur lokið 5 milljón evra hlutafjáraukningu þar sem nýir og núverandi hluthafar tóku þátt. Félagið framleiðir sérhæfð prótein í byggplöntu sem eru lykilþáttur í framleiðslu vistkjöts. Framleiðsla á vistkjöti hefur verið í örri þróun síðasta áratuginn og hefur ORF þróað vörulínuna MESOKINE, vaxtarþættir sem eru sérstaklega hannaðir fyrir vistkjötsframleiðendur. Vaxtarþættir ORF njóta trausts lykilaðila á vistkjötsmarkaðnum.

13.6.2025
Arctica Finance umsjónaraðili skuldabréfaútgáfu Kaldalóns hf.

Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu á nýjum skuldabréfaflokki útgefnum af Kaldalóni hf; KALD 201228. Kaldalón hf. seldi 1.500 milljónir króna að nafnverði á 8,35% ávöxtunarkröfu.